MÝRANAUT

Bragðgott og meyrt ungnautakjöt
beint frá býli

MÝRANAUT

Íslensk framleiðsla
án aukaefna

Bragðgott & meyrt ungnautakjöt úr íslenskri sveit

Mýranaut framleiðir bragðgott og meyrt ungnautakjöt án allra aukaefna. Þér býðst að panta beint frá býli. Gripunum er slátrað í sláturhúsinu á Hellu. Val um magn í pakkningar eftir óskum viðskiptavina. Snyrtilegur frágangur á pakkningum.  Við bjóðum uppá fría heimkeyrslu á höfuðborgarsvæðinu og sendum hvert á land sem er. 

Mýranaut ungnautakjöt

Mýranaut ræktar nautgripi á Leirulæk í Borgarfirði. Nautgripirnir eru holdnautagripir ætlaðir til nautakjötsframleiðslu en einnig er í boði nautakjöt af íslensku mjólkurkúakyni.

Nautakjötið er selt allt frá einum áttunda hluta af skrokk og upp í heila skrokka. Stærðir pakkninga á hakki og gúllas eru eftir óskum viðskiptavina. 

Sendu okkur þína pöntun og við pökkum steikum, hamborgurum, gúllas og hakk eftir þínum óskum. Sendum hvert á land sem er og frí heimkeyrsla er í boði á höfuðborgarsvæðinu. 

Leirulækur í Borgarfirði

Við ósa Langár á Mýrum í Borgarfirði stendur bærinn Leirulækur. Hjónin Hanna S. Kjartansdóttir kennari og Anders Larsen landbúnaðarvélvirki rækta þar úrvals nautgripi og selja ungnautakjöt undir merkjum Mýranauts. 

Mýranaut leggur metnað í ræktunina og fá gripirnir úrvals hey og bygg. Mýranaut selur afurðir sínar beint frá býli, á sveitamarkaðnum Ljómalind í Borgarnesi  og á völdum veitingahúsum. Þau eru meðlimir í Beint frá býli og Samtökum smáframleiðenda matvæla.  

Framleiðsluferlið

Njóttu þess besta úr íslenskri náttúru

Íslensk náttúra býður bestu skilyrði til nautgriparæktar. Við nautgriparæktun Mýranauts eru engin aukaefni notuð eða sýklalyf. Nautgripirnir eru aldir á mólk frá kúnni, grasi sem grær á túninu heima og góðu heyi þegar þeir koma inn. 

Kalda loftslagið okkar á Íslandi gerir það að verkum að fitusprenging kjötsins verður afbragðsgóð, fullkomið fyrir eldun hvort sem er til steikingar eða grillun. 

Mýranaut ehf | Leirulæk 311 Borgarnesi | Netfang myranaut(hjá)myranaut.is | Sími: 868-7204

© 2023 Vefsíðugerð: webdew.is