Fréttir

Kjöt - nautakjöt - gæða kjöt.

30.Janúar 2018

Við eigum alltaf nóg af kjöti. En því miður er pöntunaformið okkar á heimasíðunni ekki virkt. Því þarf að senda okkur tölvupóst með pöntunum á myranaut@myranaut.is. Keyrum heim á höfuðborgarsvæðinu og sendum hvert á land sem er. Munið eftir að nota Einkaklúbbstilboðið 15%.

Nánar

Jóla-og áramótasteikin

3.Desember 2017

Í desember afhendum við nautakjöt eftirfarandi daga 6., 13., og 20.  Á nýju ári verður fyrsti afhendingar dagur 3. janúar.

Það er gott að panta tímanlega til að vera viss um að ná afhendingu fyrir jól.

Við minnum á að það er alltaf til gæða nautakjöt frá Mýranauti í Ljómalind sveitamarkaði í Borgarnesi.

Nánar

Einkaklúbbstilboð

19.Nóvember 2017

Nú er hægt að fá einkaklúbbstilboð hjá Mýranaut. Um tvenns konar tilboð er að ræða. Einnota tilboð þar sem er boðinn 25 % afsláttur á fjórum steikum þ.e. ribeye, entreote, silon og innralæri. Þetta eru allt fullmeyrnaðar frosnar steikur. Tilvalið fyrir hátíðarnar.

Fjölnota tilboð þar sem er  boðinn 15 % afsláttur af 1/8, 1/4  eða 1/2 part úr skrokk. Unnið og pakkað að óskum neytenda.

Nánar

Lambakjöt

19.Ágúst 2017

Við erum byrjuð að taka niður pantanir á lambakjöti. Skrokkarnir eru sagaðir að óskum viðskiptavina. Sama góða verðið og síðustu ár 1180.- kr/kg Allar upplýsingar eru hér á síðunni. Pantanir þurfa að berast fyrir 1. október.

Nánar

Alltaf til nóg af nautakjöti

6.Ágúst 2017

Nú eru nautin komin út og farinn að gera gagn hjá kúm og kvígum. Heyskapur rúmlega hálfnaður. Alltaf nóg að gera í sveitinni.

Við eigum nóg af gæða nautakjöti til afhendingar vikulega. Allar upplýsingar hér á síðunni.  Það er líka hægt að fá Mýranaut í Ljómalind.

Eftirtaldir veitingastaðir eru með Mýranaut á matseðlinum. Ok bistroBorgarnesi, Landnámssetur Borgarnesi og Grábrók -Hreðavatnsskáli.

Nánar

Sveitamarkður í Nesi Reykholti

23.Júní 2017

Við hjá Mýranauti ætlum að vera með okkar gæða nautakjöt á sveitamarkaðinum í Nesi Reykholtsdal á morgun laugardaginn 24.  júní. Markaðurinn verður opinn frá kl. 13 - 17. Við hlökkum til að sjá ykkur.

Nánar

Sumarið er

27.Apríl 2017

Við afgreiðum gæða nautakjöt vikulega. Afhending er á miðvikudögum og pantanir þurfa að berast í síðasta lagi á sunnudagskvöldum. Minnst 1/8 úr skrokk og svo allt þarf fyrir ofan. Allar upplýsingar eru hér á síðunni.  Muna að líka við Mýranaut - nautakjöt á facebook.

Nánar

Páskasteikin

7.Apríl 2017

Dagana 7.-9. apríl verður afsláttur á útvöldum steikum í Ljómalind sveitamarkaði í Borgarnesi. Þar er alltaf hægt að fá ferskt nautakjöt frá Mýranauti.

Við afgreiðum líka vikulega 1/8, 1/4 eða meira beint í frystinn.

Nánar

Nýjar myndir

5.Apríl 2017

Ábúendur á Leirulæk fóru til Þýskalands í lok mars. Við skoðuðum Fendt og Claas verksmiðjurnar og fórum í heimsókn á tvo bóndabæi.

Á báðum þessum bæjum var verið að vinna úr eigin framleiðslu og selja á staðnum. Eins voru gistiheimili og veitingastaðir á bæjunum þar sem framleiðslan var líka notuð.

Nánar

Matarmarkaður Búrsins í Hörpu

15.Mars 2017

Mýranaut verður á Matarmarkaði Búrsins í Hörpu um helgina 18. og 19. mars. Það verður hægt að kaupa steikur, hakk, gúllas, snitsel, hamborgara og grafinn nautavöðva.

Við hlökkum til að sjá ykkur.

Ps. næsta afhending á fersku kjöti er 29. mars. Eigum frosið til afhendingar strax.

Nánar

15 % afsláttur í janúar og febrúar

9.Janúar 2017

Við bjóðum 15 % afslátt af pöntunum af nautakjöti í janúar og febrúar. Þeir sem panta 1/8 eða meira fá 15% afslátt. Afhendum kjöt vikulega. Allar upplýsingar eru hér á síðunni.

Nánar

Lambakjöt og nautakjöt

19.September 2016

Við erum farin að taka niður pantanir á lambakjöti fyrir haustið. Hægt er að fylla út pöntunrformið hér á síðunni. Afhending á lambakjöti verður í október. Það er sama kílóverð og í fyrra 1180.- kr.

Við erum alltaf með nautakjöt vikulega. Hreint íslenskt gæða kjöt. Allar upplýsingar hér á síðunni.

Nánar

Svona er lífið í sveitinni.

6.Ágúst 2016

Það er alltaf nóg að gera í sveitinni. Við afgreiðum kjöt vikulega.

Endilega smellið á linkinn og sjáið Leirulæk úr lofti.

Nánar

Afhending á nautakjöti vikulega

26.Maí 2016

Mýranaut selur sitt gæða ungnautakjöt allt árið. Við afhendum kjöt vikulega. Pantanir þurfa að berast í síðasta lagi á sunnudagskvöldi fyrir afhendingu á miðvikudegi. Allar upplýsingar hér á síðunni okkar.

Nánar

Afsláttur í Ljómalind

19.Mars 2016

Mýranaut selur sitt gæða unganutakjöt í Ljómalind sveitamarkaði í Borgarnesi. Þar er hægt að kaupa allt í lausasölu. Nú bjóðum við upp á 25% afslátt af frosnu nautakjöti á  meðan birgðir endast. Gildir ekki um hamborgarana.

Einnig er alltaf mikið úrval af fersku nautakjöti.

Nánar

Gæða nautakjöt vikulega

7.Febrúar 2016

Mýranaut selur gæða ungnautakjöt Beint frá býli. Við afgreiðum pantanir vikulega. Næsta afgreiðsla verður 23. mars.Pantanir þurfa að berast í síðasta lagi sunnudagskvöld.

Síðasta afhending fyrir páska.

Nánar

15 % afsláttur í janúar

17.Janúar 2016

Mýranaut býður 15% afslátt af nautakjöti í janúar. Pantanir þurfa að berast í síðasta lagi sunnudagskvöld til að ná afhendingu á miðvikudegi.

Allar upplýsingar hér á síðunni.

Nánar

Gleðilega hátíð

26.Desember 2015

Mýranaut óskar viðskiptavinum og velunnurum gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári. Með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða.

Fyrsta afhending á nýju ári verður 6. janúar.

Nánar

Jólasteikin í ár

15.Nóvember 2015

Mýranaut selur gæða ungnautakjöt allt árið. Við afgreiðum pantanir vikulega. Nú er kominn biðlisti fram í desember. Svo það er gott að fara að huga að jóla-og áramótasteikinni fljótlega. Við seljum minnst 1/8 úr skrokki. Ef þú vilt stakar steikur þá færðu þær í Ljómalind sveitamarkaði í Borgarnesi. Allar upplýsingar eru hér á heimasíðunni okkar.

Nánar

Lambakjöt

19.September 2015

Við erum byrjuð að taka á móti pöntunum á lambakjöti. Sama verð og í fyrra 1180.-kr/kg. Kjötið er sagað að óskum viðskiptavina og afhent í Reykjavík eða Borgarnesi um miðjan október.

Hægt er að panta í gengum heimasíðuna með því að velja "panta kjöt". Þar er hægt að velja á milli nautakjöts eða lambakjöts.

Nánar