Fréttir

Lambakjöt - pantanir

3.September 2019

Mýranaut selur líka lambakjöt á haustin. Við erum byrjuð að taka niður pantanir. Það er hægt að panta hér á síðunni undir flipanum "panta kjöt". Kjötið verður tilbúið til afhendingar í október. Skrokkarnir eru sagaðir að óskum viðskiptavina og afhendir í Reykjavík.

Nánar

Gæða nautakjöt allt árið

11.Ágúst 2019

Við förum ekki í sumarfrí.. það er hægt að panta ferskt nautakjöt allt árið hjá okkur. Nú er grillveðrið. Pantanir eru sendar á sunnudagskvöldum. Afending á miðvikudögum. Keyrum frítt út á höfuðborgarsvæðinu. Sendum hvert á land sem er.

Nánar

Gjafaleikur á facebook

26.Maí 2019

Gjafaleikur :-)

Nú er veðrið til að grilla gæða nautakjöt beint frá býli.

Við hjá Mýranaut - nautakjöt erum í gjafagrill skapi. Við ætlum að gefa þremur heppnum grillurum 10.000.- kr steikarpakka. Við drögum þann 2. júní. Þið vitið hvað þið eigið að gera. Líka við fæsluna á Facebook og ekki er verra ef þið deilið henni líka.

Við erum ný á Instagram og getum alveg bætt við okkur fylgjendum. #myranaut

Nánar

10 ára afmæli

2.Mars 2019

Nú hefur Mýranaut selt gæða nautakjöt beint frá býli í 10 ár. Af því tilefni ætlum við að bjóða gömlum og nýjum viðskiptavinum sem panta í mars 15% afslátt af 1/8 úr skrokk eða meira. Allar pantanir í mars fá 15% afslátt þótt þær verði afgreiddar í apríl og maí. Við þökkum frábærar viðtökur síðast liðin ár.

Nánar

REKO á Akranesi og Reykjavík

2.Febrúar 2019

REKO er ný nálgun í viðskiptum á milli frumframleiðenda og neytenda. Upplýsingar og pantanir fara fram á facebooksíðum.

Hér er linkur á næstu afhendingu REKO Reykjavík www.facebook.com/events/798945383793439/?aactive_tab=discussion og

REKOAkranesi   www.facebook.com/events/403424383751829/?active_tab=discussion

Nánar

Gæða nautakjöt allt árið og líka á jólunum.

10.Nóvember 2018

Mýranaut óskar viðskiptavinum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Bestu þakkir fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða.

Við seljum gæða nautakjöt allt árið. Skrokkarnir fá að hanga í tvær vikur áður en þeir eru úrbeinaðir og pakkaðir að óskum neytenda. Afhending er alla miðvikudaga. Við keyrum heim að dyrum á stórhöfuðborgarsvæðinu og sendum út um allt land.

Það er líka hægt að kaupa Mýranauts nautakjöt í Ljómalind sveitamarkaði í Borgarnesi.

Nánar

Lamba-og nautakjöt fyrir veturinn

14.September 2018

Nauta- og lambakjöt beint frá bónda

Nú er haustið að koma og því tilvalið að fylla á frystikistuna. Mýranaut selur bæði lamba -og nautakjöt.

Lambakjötið kostar 1180.- kr/kg sagað að óskum viðskiptavina. Afhending í október.

Nautakjötið er afhent vikulega, 1/8 er á 2400.-kr/kg, 1/4 á 2250.- kr/kg - pakkað og merkt. Í pakkanum er hakk, gúllas og steikur, síðan er val um að fá snitsel og hamborgara ef maður vill.  Gæðavara sem er afhent heim til þín á Stór- Reykjavíkursvæðinu.

Meðmæli frá viðskiptavini „eftir að hafa prufað nautahakkið frá Mýranaut kaupi ég aldrei hakk út í búð“

Munið Einkaklúbbstilboðið okkar.   Allar upplýsingar eru hér á síðunni eða í síma 8687204.

Nánar

Sumartilboð :-)

23.Júní 2018

Sumartilboð hjá Mýranaut - nautakjöt

Við bjóðum 15% afslátt af 1/8, 1/4 og stærri pökkum í  júní.

Við bjóðum 20% afslátt af frosnum 1/8 og 1/4 fyrir þá sem geta ekki beðið.

Við bjóðum 25% afslátt af frosnum fullmeyrnuðum steikum, lágmarkspöntun 4 steikur. - Hægt að fá það tilboð líka í Ljómalind sveitamarkaði í Borgarnesi.

Allar upplýsingar í s. 8687204 eða netfagng myranaut@myranaut.is  www.myranaut.is

Nánar

Sumarið fer alveg að koma -allir út að grilla.

22.Apríl 2018

Grillvertíðin fer að byrja. Er ekki tilvalið að birgja sig upp af gæða íslensku nautakjöti fyrir sumarið. Minnsta pöntun 1/8 úr skrokk, hakk, gúllas og steikur.  Afhendum kjöt vikulega.

Munið að við bjóðum upp á 15% einkaklúbbsafslátt.

Nánar

Páskasteikin

27.Mars 2018

Síðasta afhending á gæða nautakjöti fyrir páska er miðvikudagurinn 28. mars. Um að gera að panta núna í mars. Það verður verðhækkun 1. apríl.

Við viljum minna á Einkaklúbbstilboðin okkar. Þau eru bæði fyrir steikur og stærri pakka. Allar upplýsingar eru  hér á síðunni.

Nánar

Kjöt - nautakjöt - gæða kjöt.

30.Janúar 2018

Við eigum alltaf nóg af kjöti. Afhending allal miðvikudaga. Keyrum heim á höfuðborgarsvæðinu og sendum hvert á land sem er. Munið eftir að nota Einkaklúbbstilboðið 15%.

Nánar

Jóla-og áramótasteikin

3.Desember 2017

Í desember afhendum við nautakjöt eftirfarandi daga 6., 13., og 20.  Á nýju ári verður fyrsti afhendingar dagur 3. janúar.

Það er gott að panta tímanlega til að vera viss um að ná afhendingu fyrir jól.

Við minnum á að það er alltaf til gæða nautakjöt frá Mýranauti í Ljómalind sveitamarkaði í Borgarnesi.

Nánar

Einkaklúbbstilboð

19.Nóvember 2017

Nú er hægt að fá einkaklúbbstilboð hjá Mýranaut. Um tvenns konar tilboð er að ræða. Einnota tilboð þar sem er boðinn 25 % afsláttur á fjórum steikum þ.e. ribeye, entreote, silon og innralæri. Þetta eru allt fullmeyrnaðar frosnar steikur. Tilvalið fyrir hátíðarnar.

Fjölnota tilboð þar sem er  boðinn 15 % afsláttur af 1/8, 1/4  eða 1/2 part úr skrokk. Unnið og pakkað að óskum neytenda.

Nánar

Lambakjöt

19.Ágúst 2017

Við erum byrjuð að taka niður pantanir á lambakjöti. Skrokkarnir eru sagaðir að óskum viðskiptavina. Sama góða verðið og síðustu ár 1180.- kr/kg Allar upplýsingar eru hér á síðunni. Pantanir þurfa að berast fyrir 1. október.

Nánar

Alltaf til nóg af nautakjöti

6.Ágúst 2017

Nú eru nautin komin út og farinn að gera gagn hjá kúm og kvígum. Heyskapur rúmlega hálfnaður. Alltaf nóg að gera í sveitinni.

Við eigum nóg af gæða nautakjöti til afhendingar vikulega. Allar upplýsingar hér á síðunni.  Það er líka hægt að fá Mýranaut í Ljómalind.

Eftirtaldir veitingastaðir eru með Mýranaut á matseðlinum. Ok bistroBorgarnesi, Landnámssetur Borgarnesi og Grábrók -Hreðavatnsskáli.

Nánar

Sveitamarkður í Nesi Reykholti

23.Júní 2017

Við hjá Mýranauti ætlum að vera með okkar gæða nautakjöt á sveitamarkaðinum í Nesi Reykholtsdal á morgun laugardaginn 24.  júní. Markaðurinn verður opinn frá kl. 13 - 17. Við hlökkum til að sjá ykkur.

Nánar

Sumarið er

27.Apríl 2017

Við afgreiðum gæða nautakjöt vikulega. Afhending er á miðvikudögum og pantanir þurfa að berast í síðasta lagi á sunnudagskvöldum. Minnst 1/8 úr skrokk og svo allt þarf fyrir ofan. Allar upplýsingar eru hér á síðunni.  Muna að líka við Mýranaut - nautakjöt á facebook.

Nánar

Páskasteikin

7.Apríl 2017

Dagana 7.-9. apríl verður afsláttur á útvöldum steikum í Ljómalind sveitamarkaði í Borgarnesi. Þar er alltaf hægt að fá ferskt nautakjöt frá Mýranauti.

Við afgreiðum líka vikulega 1/8, 1/4 eða meira beint í frystinn.

Nánar

Nýjar myndir

5.Apríl 2017

Ábúendur á Leirulæk fóru til Þýskalands í lok mars. Við skoðuðum Fendt og Claas verksmiðjurnar og fórum í heimsókn á tvo bóndabæi.

Á báðum þessum bæjum var verið að vinna úr eigin framleiðslu og selja á staðnum. Eins voru gistiheimili og veitingastaðir á bæjunum þar sem framleiðslan var líka notuð.

Nánar

Matarmarkaður Búrsins í Hörpu

15.Mars 2017

Mýranaut verður á Matarmarkaði Búrsins í Hörpu um helgina 18. og 19. mars. Það verður hægt að kaupa steikur, hakk, gúllas, snitsel, hamborgara og grafinn nautavöðva.

Við hlökkum til að sjá ykkur.

Ps. næsta afhending á fersku kjöti er 29. mars. Eigum frosið til afhendingar strax.

Nánar