Fyrirtækjakynning í Hjálmakletti.
19.Febrúar 2012
Laugardaginn 25. febrúar stendur Rótarýklúbbur Borgarnes fyrir kynningadegi fyrir fyrirtæki og rekstraraðila í Borgarbyggð. Kynningin verður haldin í Hjálmakletti, húsnæði Menntaskóla Borgarfjarðar frá kl. 12:30-17:00. Dagurinn byrjar kl. 10:30 með málstofu þar sem nokkur erindi verða flutt. Málstofan ber yfirskriftina Rekstur fyrirtækja á landsbyggðinni - tækifæri eða tálmanir?
Mýranaut verður að sjálfsögðu með kynningarbás þar sem hægt verður að smakka á gæða ungnautakjöti. Einnig verður hægt að fræðast um Mýranaut og starfssemi Beint frá býli.