Lamba-og nautakjöt fyrir veturinn
14.September 2018
Nauta- og lambakjöt beint frá bónda
Nú er haustið að koma og því tilvalið að fylla á frystikistuna. Mýranaut selur bæði lamba -og nautakjöt.
Lambakjötið kostar 1180.- kr/kg sagað að óskum viðskiptavina. Afhending í október.
Nautakjötið er afhent vikulega, 1/8 er á 2400.-kr/kg, 1/4 á 2250.- kr/kg - pakkað og merkt. Í pakkanum er hakk, gúllas og steikur, síðan er val um að fá snitsel og hamborgara ef maður vill. Gæðavara sem er afhent heim til þín á Stór- Reykjavíkursvæðinu.
Meðmæli frá viðskiptavini „eftir að hafa prufað nautahakkið frá Mýranaut kaupi ég aldrei hakk út í búð“
Munið Einkaklúbbstilboðið okkar. Allar upplýsingar eru hér á síðunni eða í síma 8687204.