Ljómalind - sveitamarkaður

17.Maí 2013

Á morgun föstudag verður sveitamarkaðurinn Ljómalind opnaður að Sólbakka 2 í Borgarnesi. Þar verður hægt að kaupa steikur, hakk, gúllas, snitsel og hamborgara frá Mýranauti. Einnig verður hægt að kaupa ferskt grænmeti, osta og ís. Á markaðum verður líka mikið úrval af fjölbreyttu handverki. Sjón ser sögu ríkari. Hlökkum til að sjá ykkur.

<< Til baka