Matar - og handverksmarkaður

4.Nóvember 2012

Hópur bænda í Beint frá býli og handverksfólk hefur tekið sig saman og ætlar að opna matar-og handverksmarkað í Borgarnesi. Markaðurinn verður á Brúartorgi 4 (við hliðina á Framköllunarþjónustunni) núna í nóvember og desember. Dyrnar opna á föstudaginn 9. nóvember og síðan verður opið föstudaga frá kl. 13 -19 og laugardaga frá kl. 12 – 16. Í desember verður svo líka opið á sunnudögum frá kl. 12 – 16.  Það verður fjölbreytt úrval af hinum ýmsa varningi í boði, t.d. ungnautakjöt, kálfakjöt, ís, ostar, sleikjó, kort, krem, jólasíld, lampar, prjónless og margt fleira. Sjón er sögu ríkari.

<< Til baka