Mýranaut verður á Matarmarkaði Búrsins

26.Ágúst 2014

Mýranaut verður með sitt gæða ungnautakjöt á Matarmarkaði Búrsins í Hörpunni um helgina. Það verður opið frá kl. 11:00 - 17:00 bæði laugardag og sunnudag. Með okkur í för verður Hundastapi með sulturnar sínar og grafna ærfille-ið og Hlín með pestó, te, krydd og heilsukexið. Við hlökkum til að sjá ykkur.

<< Til baka