Nóg um að vera...

4.Júlí 2012

Brákarhátíðin tókst vel að vanda. Þar grilluðum við ofan í gesti og gangandi sem voru mjög ánægðir með framtakið.

Ingvi Hrafn og Aron frá sjónvarpsstöðinni ÍNN komu í heimsókn og tóku viðtal við Bjössa og Hönnu. Þátturinn verður síðan sýndur í byrjun ágúst.

Heyskapur er rúmlega hálfnaður og bara nokkrar kýr eftir að bera.

Við eigum alltaf nóg af kjöti í frysti og síðan fáum við nýjar byrgðir  11. júlí.

<< Til baka