Vorverkin hafin
22.Apríl 2012
Það er alltaf nóg að gera í sveitinni. Það er búið að plægja og sá fyrsta korninu í ár. Bolarnir verða glaðir með það í haust. Sauðburður hefst eftir nokkra daga. Síðan þarf að koma áburðinum á túnin. Engin lognmolla í sveitinni.
Grillvertíðin er að hefjast og þá er um að eiga nóg af ungnautakjöti í frysti. Við erum að taka á móti pöntunum til afgreiðslu í byrjun maí. Við eigum líka í frysti fyrir þá sem geta ekki beðið. Allar upplýsingar hér á síðunni eða í síma 8687204.