Haustsúpa
Haustsúpa
- 800-1000 gr gúllas
- 8-10 meðalstórar kartöflur í bitum
- 6-8 gulrætur, skornar í sneiðar
- 2-3 laukar, gróft skornir
- ein rauð og ein græn paprika, gróft skornar
- 2-3 msk kúmen
- 2-3 msk Eftirlæti hafmeyjunar frá Pottagöldrum
- 2 greinar af fersku rósmarin
- Pipar og salt
- 2 dósir niðursoðnir heilir tómatar
- 2 dósir tómatmauk (purée) með hvítlauk
- 200 gr hvítlauksrjómaostur
- 1, 1/2, l soð (nautakraftur= 3-4 teningar og vatn)
Setjið kjötið, kartöflurnar, annað grænmeti og krydd í stóran ofnpott í þeirri röð sem hér er talið upp. Blandið tómötum, tómatmauki og osti saman við soðið og hitið þar til osturinn er að mestu bráðinn. Hellið yfir kjötið og grænmetið. Setjið lok á pottinn eða álpappír og eldið í ofni við 170&dec;c í 2 klst. Súpan er mjög góð upphituð. Má frysta.