Nautasteikur - hægeldaðar
Nú hefur mér loksins tekist að finna réttu tæknina við að hægelda nautasteikur. Ég ef bæði hægeldað ribeye og entrecode. En þetta virkar alveg eins fyrir sirlonsteik og innralæri.
Ég tek steikina sem ég ætla að elda og krydda hana með pipar og því kryddi sem ég hef áhuga á að nota í það skiptið. Ég set ekki salt á steikina fyrr en eftir eldun. Síðan set ég steikina í steikarpott og lokið á. Set ofnin á 60° (það fer aðeins eftir ofninum 50°-65°) bara með undir og yfirhita. Steikinn fer í ofninn um hádegi og mallar þar fram að kvöldmat. Það er gott að taka steikina út og láta hana að jafna sig í 5-10 mínútur á meðan þú gerir sósuna. Ég sker kjötið í þunnar sneiðar, hver og einn getur síðan saltað sínar sneiðar að vild.