Osso buco frá Sigríði
- 1/4 bolli (60 ml) olía
- 2 laukar, skornir í bita
- 2 gulrætur skornar í bita
- 2 sellery stilar, skornir í bita
- 2 stórir hvítlauksgeirar, marðir/skornir smátt
- 1/4 bolli (40 gr) hveiti
- salt og mulinn pipar
- 4 (u.þ.b. 1,5 kg) kálfa/nauta skankar (osso buco)
- 1 bolli (250 ml) hvítvín
- 400 gr dós hakkaðir tómatar
- 1 bolli (250 ml) sterkur nautasoð
- hökkuð fersk steinselja, til að setja út á þegar borið er fram
Ljúf og vel hökkuð kartöflumús borin fram með réttinum
Aðferð
1. Hitið ofnin í 160°c. Hita helminginn af olíunni í stórri pönnu á meðal hita. Hita lauk, gulrætur, sellerí og hvítlauk á pönnunni. Hræra við og við og hita í 8 mínútur eða þar til grænmetið er orðið mjúkt. Takið pönnuna af hitanum.
2. Kryddið hveitið með salti og piparog veltið kjötinu upp úr blöndunni. Hitið restina af olíunni á pönnu á meðal hita og steikið kjötið í 2-3 mínútur á hvorri hlið eða þar til vel brúnað. Færið þá kjötið yfir í stóran ofnpott (leirpott). Hellið grænmetinu af pönnunni yfir kjötið svo það hylji vel.
3. Setjið pönnuna aftur á helluna og hellið víninu á hana og látið sjóða í 2 mínútur. Hellið svo tómötunum og nautasoðinu á pönnuna og látið suðuna koma upp. Hellið þessari blöndu yfir kjötið og grænmetið. Þetta á að ná að hylja allt sem er komið í ofnpottinn.
4. Eldið í ofni í um það bil 2 klst. eða þar til vel soðið og sósan farin að þykkna.
5. Stráið steinseljunni yfir og berið fram með góðri kartöflumús.