Pullet beef
Pullet beef úr innra læri með hrásalati og sætum frönskum.
Mýranauts innanlæri 850-1000g
Ég ætlaði að elda roast beef úr innanlæri, en gleymdi mér og ofeldaði kjötið. Þannig að ég lagaði BBQ sósu, makaði henni á kjötið og bakaði það á 120C í 3 tíma í viðbót(betra að hafa lægri hita og elda lengur, en þetta kom skyndilega upp). Eftir það kveikti ég upp í grillinu og henti reykspón á kolin og setti kjötið í álbakka og fékk gott reykbragð. Í hrásalatinu voru bara epli og gulrætur, rifið niður og saltað áður en vatnið var kreist úr. Fínt saxaður graslaukur. Majónes og dálítið sinnep.
Þetta borðuðum við í grilluðu brioche brauði, en það er hægt að borða þetta með hverju sem er.
Hrásalat:
2-3 gulrætur
2 epli
2-3 msk majónes
Graslaukur
BBQ sósa:
Tómatsósa
Paprikukrydd milt
Engiferkrydd
Eplaedik (getum notað hvaða edik sem er t.d. sjerry eða hrísgrjónaedik)
Dálítið hunang
Sætar Franskar:
Ég skrældi sætar kartöflur og skar í þykka strimla, sauð í söltu vatni þangað til þær voru 99% soðnar, þerraði á pappír og þegar þær höfðu kólnað dálítið „djúpsteikti“ í pönnu með olíu.
Verði ykkur að góðu, Guðmundur Pétursson