2007 æðið hennar Svandísar systur
2007 æðið hennar Svandísar systur
- 200-250 gr nautalund pr. mann
- Ein stór bökuð kartafla á mann
- Rjómasveppasósa (allir kunna að búa hana til, meira að segja Svandís).
- Sveppir
- rjómi
- teningur
- rifsberjahlaup
- dash rauðvín.
- Þykkja með pakkasósujafnara.
Skera lundina í sneiðar (þversum) tæplega sentímeter þykkar. Krydda báðar hliðar með svörtum pipar og sjávarsalti. Grilla úti eða snöggsteikja á sjóðheitri pönnu. Ef panna, þá rétt að sleikja hana með olíu.
Nautalund, bökuð kartafla og sveppasósa = einfalt, massa gott og "surprise" ekki dýrt. Svandís mælir með Brolio Chianti Classico rauðvíni með. Það er brjálæðislega gott og ekki nema 500 kalli dýrara en meðaldýrt rauðvín úr ríkinu. Og ekki mál gleyma toppnum yfir toppinn...
Passar flott með Eurovision, kosningasjónvarpi og þegar maður vill aðeins dekra við sjálfan sig Ufurahie chakula chako (þýðir „verði ykkur að góðu“ á Swahili)