Nautakjöt

Nautgripirnir

Nautripirnir eru aðallega holdanautgripir af blönduðu kyni sem eru ætlaðir fyrir kjötframleiðslu en einnig elur Mýranaut upp naut af íslensku mjólkurkúakyni.

Á Leirulæk eru um 100 kýr og kvígur sem eru úti allt árið. Kálfarnir fá að vera hjá kúnni í 8-9 mánuði áður en þeir eru teknir inn. Það er mikilvægt að kálfarnir fái mjólk eins lengi og hægt er.

Þegar nautin koma inn þá fá þau ótakmarkaðan aðgang að heyi. Nautgripirnir fá einnig bygg síðustu þrjá mánuðina fyrir slátrun.

Heyskapur á Leirulæk

Framleiðsluferlið

Mýranaut leggur metnað í að rækta úrvals ungnautakjöt, til þess þarf elju, tíma og þolinmæði. 

Njóttu þess besta úr íslenskri náttúru

Íslensk náttúra býður bestu skilyrði til nautgriparæktar. Við nautgriparæktun Mýranauts eru engin aukaefni notuð eða sýklalyf. Nautgripirnir eru aldir á mólk frá kúnni, grasi sem grær á túninu heima og síðustu mánuðina einnig á byggi. 

Kalda loftslagið okkar á Íslandi gerir það að verkum að fitusprenging kjötsins verður afbragðsgóð, fullkomið fyrir eldun hvort sem er til steikingar eða grillun. 

Mýranaut ehf | Leirulæk 311 Borgarnesi | Netfang myranaut(hjá)myranaut.is | Sími: 868-7204

© 2023 Vefsíðugerð: webdew.is