Gæða ungnautakjöt, slátrað aðeins í viðurkenndum sláturhúsum.
Íslensk framleiðsla með engum aukaefnum, beint frá býli.
Val um magn í pakkningar með snyrtilegum frágangi.
Tökum á móti pöntunum á vefnum og í síma 868-7204.

Nýjustu fréttir:

REKO á Akranesi og Reykjavík2.Febrúar 2019

REKO er ný nálgun í viðskiptum á milli frumframleiðenda og neytenda. Upplýsingar og pantanir fara fram á facebooksíðum.

Hér er linkur á næstu afhendingu REKO Reykjavík www.facebook.com/events/798945383793439/?aactive_tab=discussion og

REKOAkranesi   www.facebook.com/events/403424383751829/?active_tab=discussion

Gæða nautakjöt allt árið og líka á jólunum.10.Nóvember 2018

Mýranaut óskar viðskiptavinum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Bestu þakkir fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða.

Við seljum gæða nautakjöt allt árið. Skrokkarnir fá að hanga í tvær vikur áður en þeir eru úrbeinaðir og pakkaðir að óskum neytenda. Afhending er alla miðvikudaga. Við keyrum heim að dyrum á stórhöfuðborgarsvæðinu og sendum út um allt land.

Það er líka hægt að kaupa Mýranauts nautakjöt í Ljómalind sveitamarkaði í Borgarnesi.

Lamba-og nautakjöt fyrir veturinn14.September 2018

Nauta- og lambakjöt beint frá bónda

Nú er haustið að koma og því tilvalið að fylla á frystikistuna. Mýranaut selur bæði lamba -og nautakjöt.

Lambakjötið kostar 1180.- kr/kg sagað að óskum viðskiptavina. Afhending í október.

Nautakjötið er afhent vikulega, 1/8 er á 2400.-kr/kg, 1/4 á 2250.- kr/kg - pakkað og merkt. Í pakkanum er hakk, gúllas og steikur, síðan er val um að fá snitsel og hamborgara ef maður vill.  Gæðavara sem er afhent heim til þín á Stór- Reykjavíkursvæðinu.

Meðmæli frá viðskiptavini „eftir að hafa prufað nautahakkið frá Mýranaut kaupi ég aldrei hakk út í búð“

Munið Einkaklúbbstilboðið okkar.   Allar upplýsingar eru hér á síðunni eða í síma 8687204.