Innan læri

Marinering
  • 1/2 lítil dós bjór
  • 1/2 lítil dós maltöl
  • 3-4 hvítlauksrif hökkuð í smátt
  • salt og pipar

Þessu öllu er blandað saman og lærið lagt í bleyti í 5-6 tíma á eldhús bekknum eða yfir nótt í ísskáp. Þá verður maður að muna að taka það út úr ísskápnum 2 tímum áður en á að steikja það. Lærið er tekið upp úr marineringunni og steikt á öllum hliðum á sjóð heitri pönnu, síðan sett í eldfastmót inn í 180 gráðu heitan ofninn. Gerið ráð fyir 30 mín per kg. Kjötið látið hvíla í 10-15 mín áður en það er skorið í þunnar sneiðar.