Kýr fær við nauti
Kýr fær við nauti og gengur með kálfinn í rúma 9 mánuði. Kýr ber kálfi og kálfurinn gengur með kúnni.
Mýranaut framleiðir bragðgott og meyrt ungnautakjöt án allra aukaefna. Þér býðst að panta beint frá býli. Gripunum er slátrað í sláturhúsinu á Hellu. Val um magn í pakkningar eftir óskum viðskiptavina. Snyrtilegur frágangur á pakkningum. Við bjóðum uppá fría heimkeyrslu á höfuðborgarsvæðinu og sendum hvert á land sem er.
Alveg fyrsta flokks afurð og maður veit að það er vel séð um gripi.
Eðal steikur, gúllas og borgarar!!!
Bauð gestum upp á nautalund frá ykkur sem reyndist sú meyrasta og besta sem ég hef smakkað.
Kærar þakkir fyrir mig og mína. Lundin var keypt á markaðnum í Nesi í sumar. Óhætt að mæla með kjöti frá ykkur.
Nautakjötið er selt allt frá einum áttunda hluta af skrokk og upp í heila skrokka. Stærðir pakkninga á hakki og gúllas eru eftir óskum viðskiptavina.
Við ósa Langár á Mýrum í Borgarfirði stendur bærinn Leirulækur. Hjónin Hanna S. Kjartansdóttir kennari og Anders Larsen landbúnaðarvélvirki rækta þar úrvals nautgripi og selja ungnautakjöt undir merkjum Mýranauts.
Mýranaut leggur metnað í ræktunina og fá gripirnir úrvals hey og bygg. Mýranaut selur afurðir sínar beint frá býli, á sveitamarkaðnum Ljómalind í Borgarnesi og á völdum veitingahúsum. Þau eru meðlimir í Beint frá býli og Samtökum smáframleiðenda matvæla.
Kýr fær við nauti
Kýr fær við nauti og gengur með kálfinn í rúma 9 mánuði. Kýr ber kálfi og kálfurinn gengur með kúnni.
Kálfurinn alinn
Kálfurinn er alinn í 18 - 20 mánuði eða þar til hann hefur náð stærð til slátrunar. Síðustu 3 mánuðina er ungnautið alið á byggi.
Vottað sláturhús og pökkun
Slátrun fer fram í vottuðu sláturhúsi á Hellu. Ungnautakjötinu er pakkað í neytendaumbúðir eftir óskum viðskiptavina okkar.
Sala og neysla afurða
Afurðirnar eru seldar á sveitamarkaði í Borgarnesi, á völdum veitingastöðum og beint frá býli. Frí heimsending á höfuðborgarsvæðinu. Þú eldar eða grillar ungnautakjötið eins og þér finnst best. Njóttu !
Íslensk náttúra býður bestu skilyrði til nautgriparæktar. Við nautgriparæktun Mýranauts eru engin aukaefni notuð eða sýklalyf. Nautgripirnir eru aldir á mólk frá kúnni, grasi sem grær á túninu heima og góðu heyi þegar þeir koma inn.
Kalda loftslagið okkar á Íslandi gerir það að verkum að fitusprenging kjötsins verður afbragðsgóð, fullkomið fyrir eldun hvort sem er til steikingar eða grillun.
Mýranaut ehf | Leirulæk 311 Borgarnesi | Netfang myranaut(hjá)myranaut.is | Sími: 868-7204
© 2023 Vefsíðugerð: webdew.is