Júgóslavnesk gúllas

Júgóslavnesk gúllas
 • 50 gr smjör
 • 2 msk olía
 • 4 laukar, saxaðir
 • 800 gr nautagúllas
 • nýmalaður pipar
 • salt
 • 2 msk paprikuduft
 • 500 ml kjötsoð
 • 2 grænar paprikur, fræhreinsaðar og saxaðar
 • 200 ml sýrður rjómi (18%)
 • 1-2 msk saxaður graslaukur

Smjör og olía hitað í þykkbotna potti og laukurinn látinn krauma við meðalhita í nokkrar mínútur. Kjötinu bætt út í og það léttbrúnað. Kryddað með pipar og salti,þétt lok sett á pottinn og látið malla við vægan hita í um það bil klukkutíma. Safinn úr lauknum ætti að vera nægilega mikill til að kjötið brenni ekki við. Þá er paprikudufti hrært saman við og heitu soði hellt yfir, pottinum lokað og látið malla í 10-15 mínútur í viðbót. Paprikunum bætt í pottinn og áfram er látið malla í svona tíu mínútur.

Borið fram með sýrðum rjóma og graslauk eða öðrum kryddjurtum.