Um Mýranaut

Mýranaut ehf

Mýranaut ehf er nautgriparæktun í eigu hjónanna Hönnu S. Kjartansdóttur kennara og Anders Larsen landbúnaðarvélvirka á Leirulæk á Mýrunum við ósa Langár. 

Mýranaut leggur metnað í að rækta úrvals nautgripi til kjötframleiðslu og selur gæðakjöt beint frá býli til neytenda. 

Um Mýranaut nautgriparæktun á Leirulæk
Um Mýranaut - Nautgripir

Beint frá býli

Mýranaut er meðlimur í samtökunum Beint frá býli. Meginmarkmið þeirra samtaka er að tryggja neytendum gæðavörur, þar sem öryggi og rekjanleiki vöru er í fyrirrúmi. Mýranaut selur sínar vörur undir gæðamerki Beint frá býli.

Mýranaut er einnig aðili að samtökum smáframleiðenda í matvælaframleiðslu. 

Njóttu þess besta úr íslenskri náttúru

Íslensk náttúra býður bestu skilyrði til nautgriparæktar. Við nautgriparæktun Mýranauts eru engin aukaefni notuð eða sýklalyf. Nautgripirnir eru aldir á mólk frá kúnni, grasi sem grær á túninu heima og síðustu mánuðina einnig á byggi. 

Kalda loftslagið okkar á Íslandi gerir það að verkum að fitusprenging kjötsins verður afbragðsgóð, fullkomið fyrir eldun hvort sem er til steikingar eða grillun. 

Mýranaut ehf | Leirulæk 311 Borgarnesi | Netfang myranaut(hjá)myranaut.is | Sími: 868-7204

© 2023 Vefsíðugerð: webdew.is